Song Page - Lyrify.me

Lyrify.me

Sumarauki by Vilhjlmur Vilhjlmsson Lyrics

Genre: pop | Year: 1969

Norðanrokið nístir merg og bein
Nöpur hryðjan lemur kaldan stein
Er við hefjum flug frá ættlandinu kalda
Í átt til suðurs skal á hlýrri slóðir halda

Sumarauki í Suðurlöndum
Sældarlíf sem allir þrá
Í paradís á pálmaströndum
Pyngjan tæmast oft vill þá
Liggja og stríplast strandargestir
Sleikir sólin bjór á þeim
Enda koma aftur flestir
Eins og brenndir snúðar heim

Síðan hefst hið ljúfa næturlíf
Lokkar ferðamanninn vín og víf
Framhjá kellu sinni girndarauga gýtur gamall
Feitur karl á fagrar senjórítur

Sumarauki í Suðurlöndum
Sældarlíf sem allir þrá
Fara vill þá flest úr böndum ferðalöngum þyrstum hjá
Í leit að hvíld frá lífsins þvargi
Þeir lenda oft verra slarki í
Enda koma ansi margir ennþá þreyttari heim á ný