Neistar by Kriki Lyrics
Nú er neistar slokkna og ástin dvín
Er ég uppfull af gremju og góðvild í garð þinn
Þú ert svín ástin mín
Ég er lánsöm að vera svona örlát á ást
Að geta af þér dást þó ég þurfi að þjást
Maður sér síður eftir því sem maður gefur
En því sem maður lætur milli hluta liggja
Og sælla er að gefa en þiggja
Ég gef þér svo mikið með gremju minni
Þú gefur mér lítið af líðan þinni
Þó ég fái frá þér fátt ég reyni að vera sátt
Opnaði mig um of hlaut að launum von og lof
Hvernig gastu ekki séð mig?
Ég stóð nakin fyrir framan þig
Mér þykir það leitt
Enginn elskar þann sem elskar mann tilbaka
En andstæða ástar er ekki að hata
Heldur að finna ekki neitt
Ég gaf þér mig alla og leyfði mér að falla
Flöt fyrir þér
En þú kannt varla að spjalla og horfðir til fjalla
Framhjá mér
Þú ert svín ástin mín
Er ég uppfull af gremju og góðvild í garð þinn
Þú ert svín ástin mín
Ég er lánsöm að vera svona örlát á ást
Að geta af þér dást þó ég þurfi að þjást
Maður sér síður eftir því sem maður gefur
En því sem maður lætur milli hluta liggja
Og sælla er að gefa en þiggja
Ég gef þér svo mikið með gremju minni
Þú gefur mér lítið af líðan þinni
Þó ég fái frá þér fátt ég reyni að vera sátt
Opnaði mig um of hlaut að launum von og lof
Hvernig gastu ekki séð mig?
Ég stóð nakin fyrir framan þig
Mér þykir það leitt
Enginn elskar þann sem elskar mann tilbaka
En andstæða ástar er ekki að hata
Heldur að finna ekki neitt
Ég gaf þér mig alla og leyfði mér að falla
Flöt fyrir þér
En þú kannt varla að spjalla og horfðir til fjalla
Framhjá mér
Þú ert svín ástin mín