Song Page - Lyrify.me

Lyrify.me

Skrifta by Kleinar Lyrics

Genre: rap | Year: 2020

(Verse)
Þetta eru hlutir sem ég þori ekki
Kann ekki, vill ekki segja við þig
En ég neyðist til því ég hef lært þetta
Snýst ekki bara um mig
Fyrsta vaktin saman, gáfum skít í listann
Djöfull var það gaman, tala, ræða og hlægja
Um allt það sem við vorum að pæla
Þá tók þetta af stað, en enginn myndi vita
Hvar þetta myndi lenda
Er að láta hjartað renna
Í gegnum þennan penna
Því þetta var bara spenna
Sem fljótt að hverfa
Byrjuðum að rúnta og ræða
Létum samtölin flæða
Létum ekkert á okkur hæga
Alveg úti að aka
Um allan bæ framm og til baka
En trúðu mér ég ætlaði þig alls ekki að særa
Og ég vona að þú sért búinn að læra
Velja betri gæja sem lætur þig hlægja
Og gefur þér vernd, því nú einn hér ég stend
Að deyja úr sektarkennd (fokkin hálfviti)
Daginn á starfshlaupinu byrjaði þetta alveg(almennilega)
Okkur fannst snjallt að beila og fara spila tafl mannstu
Ég eyðilagði allar varnir og tortímdi öllu
En í lokinn vannstu og ég gafst upp sérðu
Munstur farið að myndast
Nú langar mig ekkert meira en
Fyrirgefningar að biðjast
Því nú geri ég ekkert annað á næturnar en að iðrast
Hefði átt að bera meiri virðingu fyrir þér
Enda þetta betur, sýna kjark!, vera karlinn!
Sem ég þóttist vera, því nú er erfitt að fúnkera
Þegar þú ert nær. Er grínlaust ófær
Að lyfta bolla án þess að skjálfaaa
(Verse)
Það er Vont að setja þetta í verse og fyrir mig á þetta bara eftir að versna
Ég vona þér svo sannarlega allt það besta
Veit ekki hvernig það var hjá þér
En trúðu mér fyrsta vikan var
Trúlega indisleg og það var ekki þú
Heldur ég, fullur af sjálfum mér
Haldandi það að ég ætti betra skilið en (það)
Að vera með þér
Og Ég vona ég sé skýr
En eins og snýkjudýr er samviskan að naga mig að innan
Því ég Hafði ekki beinið í nefinu til að fokkin krjúpa
Svo ég ákvað að fokkin strjúka
Svo þegar strákarnir spyrja ákvað
Ég að ljúga, geri sjálfan mig sjúkan
Það sem ég er að reyna segja er
Að ég biðst innilega fyrirgefningar
Ólíklegt að þú gerir en láttu vita ef einhvað
Vantar og ekki halda að allir karlar séu fantar
En við vitum öll að bestu vinir kvenna eru
Demantar

(Fyrirgefðu)