Hvíslar mér hlynur by Jn sgeirsson Lyrics
Hvíslar mér hlynur
Hár í skógi
Sögu sviplegri
,,Óx mér við hlið
Ei fyrir löngu
Burkni blaðmjúkur
Drakk hann að morgni
Mungát nætur
Geisla um hádag heiðan;
Hugði hann sól
Og sumarástir
Vara ævi alla
Kom hinn haustkalda
Hélugríma
Skalf þá veikstilka vinur:
,,Svikið hefur mig
Sól í tryggðum
Nú mun ég bana bíða.“
Brosti ég
Að hans barnslyndi
Mundi ég eigin æsku
Falla munu blöð þín
Bleik til jarðar
En víst mun stofn þinn standa
Leið nótt
Lýsti nýr dagur
Huldi héla rjóður
En vininn minn
Veikstilka
Sá ég aldrei aftur.“
Drúpir dimmviður
Dökku höfði
Dagur er dauða nær
Hrynja laufatár
Litarvana
Köldum af kvistsaugum
Hár í skógi
Sögu sviplegri
,,Óx mér við hlið
Ei fyrir löngu
Burkni blaðmjúkur
Drakk hann að morgni
Mungát nætur
Geisla um hádag heiðan;
Hugði hann sól
Og sumarástir
Vara ævi alla
Kom hinn haustkalda
Hélugríma
Skalf þá veikstilka vinur:
,,Svikið hefur mig
Sól í tryggðum
Nú mun ég bana bíða.“
Brosti ég
Að hans barnslyndi
Mundi ég eigin æsku
Falla munu blöð þín
Bleik til jarðar
En víst mun stofn þinn standa
Leið nótt
Lýsti nýr dagur
Huldi héla rjóður
En vininn minn
Veikstilka
Sá ég aldrei aftur.“
Drúpir dimmviður
Dökku höfði
Dagur er dauða nær
Hrynja laufatár
Litarvana
Köldum af kvistsaugum